Afhending.
Innanlands.
Þegar vara er pöntuð á netinu er hægt að velja á milli þess að fá vöruna senda heim, eða sækja vöru í verslun. Pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun 1-3 virkum dögum eftir að pöntun berst. Staðfestingarpóstur er sendur þegar það má sækja pöntunina. Ef valið er að fá vöruna senda heim innanlands er varan send með Íslandspósti. Við gerum okkar besta við að afgreiða pantanir 1-2 dögum eftir að þær berast. Ef pantað er eftir hádegi á föstudegi er sú pöntun afgreidd næsta mánudag. Sendingar innanlands berast heim að dyrum eða í póstbox fyrir 1.500 ISK. Við sendum staðfestingu þegar pöntun fer frá okkur. Afhendingartími sendinga tekur yfirleitt 1-3 virka daga. Búast má við lengri afhendingartíma í kringum hátíðir og álagsdaga.
Utanlands.
Við bjóðum upp á að fá vörur sendar til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada með FedEx hraðsendingum fyrir 7.000 ISK. Við gerum okkar besta við að afgreiða pantanir 1-2 dögum eftir að þær berast. Ef pantað er eftir hádegi á föstudegi er sú pöntun afgreidd næsta mánudag. Við sendum staðfestingarpóst ásamt rekjanlegu númeri sendingar þegar pöntun fer frá okkur. Afhendingartími sendinga tekur yfirleitt 3-5 virka daga en fer þó eftir afhendingarstað hverju sinni, auk þess sem gera má ráð fyrir lengri afhendingartíma í kringum hátíðir og álagsdaga.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ, að Prakt getur ekki og ber ekki skylda til að greiða kostnað sem tollayfirvöld í öðrum löndum kunna að setja á vörur við innflutning. Fyrir nánari upplýsingar og svör varðandi annan kostnað, getur kaupandi haft samband við tollayfirvöld í viðkomandi landi.
Skilaréttur.
Innanlands.
Skilafrestur er 14 dagar frá þeim degi sem pöntun berst til kaupanda og skal ósk um skil berast með tölvupósti á prakt@prakt.is. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og í upprunalegum umbúðum. Endurgreiðsla fer fram eins fljótt og kostur er og ekki síðar en 30 dögum eftir að vara er komin aftur í hendur seljanda. Flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Prakt þá þann kostnað sem gæti komið upp við sendingu.
Utanlands.
Skilafrestur er 14 dagar frá þeim degi sem pöntunin berst til kaupanda og skal ósk um skil berast með tölvupósti á prakt@prakt.is. Fylla þarf út eyðublöð vegna endursendinga á vörum sem hafa verið sendar frá Íslandi, einnig þarf að merkja endursendingar sérstaklega. Eyðublöð og leiðbeiningar eru sendar til viðskiptavinar. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og í upprunalegum umbúðum. Endurgreiðsla fer fram eins fljótt og kostur er og ekki síðar en 30 dögum eftir að vara er komin aftur í hendur seljanda. Flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Prakt þá þann kostnað sem gæti komið upp við sendingu.
Persónuupplýsingar og trúnaður.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Varnarþing.
Viðskipti við PRAKT.IS er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.