VELKOMIN Í PRAKT

PRAKT er ný skartgripaverslun í hjarta Reykjavíkur að Laugavegi 82.

Eigendur PRAKT eru gullsmiðirnir Sigríður Edda Bergsteinsdóttir og Þorbergur Halldórsson. Bæði eiga þau að baki glæsilegan feril innan gullsmíðinnar og saman deila þau ástríðu sinni fyrir hönnun og smíði nútímalegra skartgripa þar sem útlit og gæði fara saman.

Íslensk hönnun og framleiðsla.

Allir skartgripirnir eru hannaðir og smíðaðir á verkstæðinu okkar að Laugavegi 82.

SEB jewellery

Við erum einnig stoltir eigendur vinsæla skartgripamerkisins SEB jewellery. Þú finnur alla SEB skartgripina í versluninni okkar PRAKT, Laugavegi 82. Einnig getur þú kynnt þér úrvalið í netverslun.

HRAUN 1

Kraftmikil og vegleg skartgripalína, hönnuð eftir afsteypum af íslenskum hraunsteinum, þar sem yfirborðið er bæði gróft og fíngert.

BIRKI

Falleg, rómantísk skartgripalína hönnuð út frá fínlegum íslenskum birkitrjágreinum, þar sem hver einasta æð og yrja í trjáberkinum framkallast í málminum. Birki línan inniheldur breytt úrval af skartgripum.

HRAUN 2

Klassísk en um leið draumkennd skartgripalína, byggð upp af hringforminu og inn í það blandað saman afsteypum af innra yfirborði íslensks hraunsteins.

HRAUN 2 - Stafahálsmen

Veglegt stafahálsmen með hringlaga kanti sem er afsteypa af innra yfirborði íslensks hraunsteins. Heillandi tenging við íslenska náttúru.
OUR STORE

VISIT OUR NEW
STORE IN THE HEART OF DOWNTOWN REYKJAVÍK

Laugavegur 82, 101 Reykjavík,
Iceland