PRAKT er glæsileg skartgripaverslun í hjarta Reykjavíkur að Laugavegi 82.

 

Eigendur PRAKT eru gullsmiðirnir Sigríður Edda Bergsteinsdóttir og Þorbergur Halldórsson. Bæði eiga þau að baki glæsilegan feril innan gullsmíðinnar og saman deila þau ástríðu sinni fyrir hönnun og smíði nútímalegra skartgripa sem og klassískra skartgripa þar sem útlit og gæði fara saman. Edda og Beggi, eins og þau eru kölluð í daglegu tali, hafa starfað saman að nokkrum sameiginlegum verkefnum innan fagsins undanfarin ár bæði hér heima og erlendis. Þau ákváðu að sameina krafta sína með stofnun skartgripaverslunarinnar PRAKT í byrjun árs 2020.

Ferill þeirra innan fagsins er ólíkur og beyta þau einnig ólíkri nálgun við hönnun og smíði skartgripanna. Þessi ólíka nálgun kemur skemmtilega fram í skartgripunum sem ýmist eru innblásnir af áferð íslenskrar náttúru eða byggðir upp af ströngum geometrískum formum einfaldleikans.

Undir merki PRAKT leggja þau áherslu á að hanna og smíða skartgripi fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir við val á skartgripum og kjósa gæði umfram magn.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar í PRAKT.

Allir skartgripirnir okkar eru hannaðir og smíðaðir á verkstæðinu að Laugavegi 82.