HRAUN I HÁLSMEN GRÓFUR KANTUR MEÐ DEMANTI
39.900 kr.
Oxíderað sterling silfur og 14k gult gull með svörtum demanti 0.05 ct.
Hraun 1 er kraftmikil og vegleg skartgripalína, sem inniheldur úrval af hálsmenum, eyrnalokkum, hringum og armböndum. Formin í skartgripunum eru hönnuð eftir nákvæmum afsteypum af íslenskum hraunsteinum þar sem gróft og óslétt yfirborð hraunsins myndar fallega tengingu við samspil elds og íss í íslenskri náttúru.
Eðalmálmur: Oxíderað sterling silfur og 14k gult gull.
Eðalsteinar: Svartur demantur 0.05 ct.
Keðjulengd: 42-49 cm.
Hálsmen þvermál: 38 mm.
Vörulína: Hraun 1.
Um oxíderað Sterling silfur:
Oxídering er ekki hart yfirborð á silfrinu og þess vegna framkallast silfrið á efsta yfirborði skartgripsins fram við notkun hans,
við það kemur dýpt í skartgripinn sem gefur honum persónulegt yfirbragð.